Aðalfundur félagsins var haldinn 28. október síðastliðinn. Það var mikið fjör og mikið var rætt þegar um 30 félagsmenn settust niður saman, drukku jólaöl og átu piparkökur.
Á aðalfundinum var kosið í nýja stjórn og smávægilegar breytingar áttu sér stað í nefndum félagsins.
Í dag sitja í stjórn –
Róbert Þór Haraldsson(Formaður)
Garðar Hrafn Sigurjónsson (Varaformaður)
Helga María Heiðarsdóttir (Ritari)
Þórður Bergsson (Gjaldkeri)
Smári Stefánsson (Meðstjórnandi)
Nefndirnar skipa –
Inntökunefnd : Björgvin Hilmarsson, Ágúst Þór Gunnlaugsson, Róbert Halldórsson
Tækninefnd : Jón Heiðar Andrésson, Leifur Örn Svavarsson, Ragnar Þór Þrastarson
Það eru nokkrir hlutir sem stjórn vill minna félagsmenn á
Það er mjög mikilvægt að félagsmenn sem taka Wildreness first responder námskeið skili inn til inntökunefndar afriti af prófskírteini (einnig þeir sem hafa endurnýjað sín réttindi).
Við viljum minna félagsmenn á að borga aðildargjaldið (greiðsluseðill er í einkabankanum ykkar, ef ekki hafið þá endilega samband við okkur). Þeir sem ekki borga eru ekki í félaginu.
Við óskum eftir góðum einstaklingi/um til þess að aðstoða okkur með heimasíðuna aimg.is. Ef það er einhver tölvuklár þarna úti og hefur áhuga á því að vera með í vefnefnd, endilega hafið samband við einhvern úr stjórn.
Fjallakveðja
-Stjórnin