Lög félagsins með lagabreytingu um varamenn

Hér má finna breytingar á lögum félgsins um varamenn í stjórn. Breytingarnar eru í gulum lit. Skv. lögum félagsins þarf að birta lögin til að þau taki gildi og gerist það hér með.

Lög félags fjallaleiðsögumanna 2015-10-16

Posted in Óflokkað | Comments Off on Lög félagsins með lagabreytingu um varamenn

Nýtt merki komið í hús!

Nýtt merki félagsins er komið úr smiðju Vinnustofu Atla Hilmarssonar, við komum til með að uppfæra heimasíðu félagsins og annað efni innan skamms.

 

Posted in Óflokkað | Comments Off on Nýtt merki komið í hús!

Nýtt merki væntanlegt

Við hlökkum til að kynna nýtt merki í lok sumars! Vinnustofa Atla Hilmarssonar vinnur nú að merki fyrir Félag fjallaleiðsögumanna, AIMG.  Http://www.atli.de/

Posted in Óflokkað | Comments Off on Nýtt merki væntanlegt

Jöklaleiðsögn 1 á vegum AIMG

Við höfum opnað fyrir skráningu á námskeið í Jöklaleiðsögn 1 á Sólheimajökli og í Skaftafelli 25-28 Júní 2015. Leiðbeinandi er Jón Heiðar Andrésson. Jöklaleiðsögn 1 er kennd samkvæmt þjálfunarkerfi félagsins sem má finna hér á síðunni. Námskeiðið er 4 daga námskeið.

Nánari upplýsingar og skráning

Posted in Óflokkað | Comments Off on Jöklaleiðsögn 1 á vegum AIMG

Eitt sæti laust á CAA L1 þann 8-14 apríl

Það var óvænt að losna eitt sæti á CAA Level 1 Snjóflóðanámskeiðið á Siglufirði þann 8-14 apríl nk. Þar sem allir af biðlista eru nú komnir inn þá vantar okkur einn þátttakanda. Áhugasamir sendi okkur línu á aimgguides hjá gmail.com og skrái sig hér: https://docs.google.com/forms/d/12guufiJqB4ZIBaEBs1LAo-SJ0yX_C2Tnaxbp0cXu_Ng/viewform

Posted in Óflokkað | Comments Off on Eitt sæti laust á CAA L1 þann 8-14 apríl

Uppselt á CAA L1 og Skíðaleiðsögn1

Skráning á námskeiðin í apríl hefur gengið vonum framar og það er nú orðið uppselt á bæði CAA Level 1 og Skíðaleiðsögn 1 á Siglufirði. Alls eru 20  þátttakendur frá 7 fyrirtækjum skráðir og það er enn tekið á móti skráningum á biðlista.

Posted in Óflokkað | Comments Off on Uppselt á CAA L1 og Skíðaleiðsögn1

Skráing á Skíðaleiðsögn 1 – Siglufirði 16-21 apríl er opin

Við höfum opnað fyrir skráningu á námskeið í Skíðaleiðsögn 1 á Siglufirði 16-21 apríl. Leiðbeinandi er Colin Zacharias og það er pláss fyrir 8 nemendur. Skíðaleiðsögn 1 er kennd skv. þjálfunarkerfi félagsins sem má finna hér á síðunni og er próflaust 6 daga námskeið.

Nánari upplýsingar og skráning:
https://docs.google.com/forms/d/1sQ-DPp1cODE3I0yp6tptbEQdoqD_bsXe_UhIgC52UTU/viewform

Posted in Óflokkað | Comments Off on Skráing á Skíðaleiðsögn 1 – Siglufirði 16-21 apríl er opin

Skráning á CAA Level 1 er hafin

Við höfum opnað fyrir skráningu á CAA Level 1 sem haldið verður á Siglufirði 8-14 apríl 2015. Skíðaleiðsögn 1 verður kennd í beinu framhaldi og við munum auglýsa skráningu innan skamms um leið og kostnaður liggur fyrir.

Nánari upplýsingar og skráning hér:
https://docs.google.com/forms/d/12guufiJqB4ZIBaEBs1LAo-SJ0yX_C2Tnaxbp0cXu_Ng/viewform

Posted in Óflokkað | Comments Off on Skráning á CAA Level 1 er hafin

CAA Level 1 Snjóflóðakúrs og Skíðaleiðsögn 1 í Apríl 2015

Það er okkur ánægja að tilkynna að félagið mun standa fyrir vottuðum CAA Avalanche Operations Level 1 og Skíðaleiðsögn 1 kúrsum á norðurlandi í apríl 2015. Level 1 verður dagana 8 til14.4 og Skíðaleiðsögn 1 þann 16 til 21.4. Við opnum fyrir skráningu um leið og kostnaðar útreikningar liggja fyrir.

Posted in Óflokkað | Comments Off on CAA Level 1 Snjóflóðakúrs og Skíðaleiðsögn 1 í Apríl 2015

Haustfundur

Kæru félagsmenn,

Haustfundur og jafnframt framhalds aðalfundur Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi verður haldinn á þriðjudaginn 16 september næstkomandi klukkan 20:00 í húsnæði Klifurhússins Ármúla 23.

Efni fundarins:

1) Kosning fundarstjóra og ritara
2) Kosning meðstjórnenda
3) Lagabreytingartillaga um varamenn í stjórn lögð fyrir fund
4) Kosning um lagabreytingartillögu
5) Kosning varamanna ef lagabreytingartillaga er samþykkt
6) Samantektir frá Tækni-, Inntöku og vefnefndum
7) Önnur mál og umræður

Tillaga að lagabreytingu fyrir varamenn í stjórn hefur verið send með tölvupósti á alla félagsmenn.

Vonumst til að sjá sem flesta,

Stjórn Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi.

Posted in Óflokkað | Comments Off on Haustfundur