Uppselt á CAA L1 og Skíðaleiðsögn1

Skráning á námskeiðin í apríl hefur gengið vonum framar og það er nú orðið uppselt á bæði CAA Level 1 og Skíðaleiðsögn 1 á Siglufirði. Alls eru 20  þátttakendur frá 7 fyrirtækjum skráðir og það er enn tekið á móti skráningum á biðlista.

Posted in Óflokkað | Comments Off on Uppselt á CAA L1 og Skíðaleiðsögn1

Skráing á Skíðaleiðsögn 1 – Siglufirði 16-21 apríl er opin

Við höfum opnað fyrir skráningu á námskeið í Skíðaleiðsögn 1 á Siglufirði 16-21 apríl. Leiðbeinandi er Colin Zacharias og það er pláss fyrir 8 nemendur. Skíðaleiðsögn 1 er kennd skv. þjálfunarkerfi félagsins sem má finna hér á síðunni og er próflaust 6 daga námskeið.

Nánari upplýsingar og skráning:
https://docs.google.com/forms/d/1sQ-DPp1cODE3I0yp6tptbEQdoqD_bsXe_UhIgC52UTU/viewform

Posted in Óflokkað | Comments Off on Skráing á Skíðaleiðsögn 1 – Siglufirði 16-21 apríl er opin

Skráning á CAA Level 1 er hafin

Við höfum opnað fyrir skráningu á CAA Level 1 sem haldið verður á Siglufirði 8-14 apríl 2015. Skíðaleiðsögn 1 verður kennd í beinu framhaldi og við munum auglýsa skráningu innan skamms um leið og kostnaður liggur fyrir.

Nánari upplýsingar og skráning hér:
https://docs.google.com/forms/d/12guufiJqB4ZIBaEBs1LAo-SJ0yX_C2Tnaxbp0cXu_Ng/viewform

Posted in Óflokkað | Comments Off on Skráning á CAA Level 1 er hafin

CAA Level 1 Snjóflóðakúrs og Skíðaleiðsögn 1 í Apríl 2015

Það er okkur ánægja að tilkynna að félagið mun standa fyrir vottuðum CAA Avalanche Operations Level 1 og Skíðaleiðsögn 1 kúrsum á norðurlandi í apríl 2015. Level 1 verður dagana 8 til14.4 og Skíðaleiðsögn 1 þann 16 til 21.4. Við opnum fyrir skráningu um leið og kostnaðar útreikningar liggja fyrir.

Posted in Óflokkað | Comments Off on CAA Level 1 Snjóflóðakúrs og Skíðaleiðsögn 1 í Apríl 2015

Haustfundur

Kæru félagsmenn,

Haustfundur og jafnframt framhalds aðalfundur Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi verður haldinn á þriðjudaginn 16 september næstkomandi klukkan 20:00 í húsnæði Klifurhússins Ármúla 23.

Efni fundarins:

1) Kosning fundarstjóra og ritara
2) Kosning meðstjórnenda
3) Lagabreytingartillaga um varamenn í stjórn lögð fyrir fund
4) Kosning um lagabreytingartillögu
5) Kosning varamanna ef lagabreytingartillaga er samþykkt
6) Samantektir frá Tækni-, Inntöku og vefnefndum
7) Önnur mál og umræður

Tillaga að lagabreytingu fyrir varamenn í stjórn hefur verið send með tölvupósti á alla félagsmenn.

Vonumst til að sjá sem flesta,

Stjórn Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi.

Posted in Óflokkað | Comments Off on Haustfundur

Þjálfun í samstarfi við ÍFLM

Félagið ákvað á síðasta aðalfundi að leita frekara samstarfs við fyrirtæki sem bjóða uppá þjálfun sem samræmist þjálfunarkerfi félagsins og við stefnum á að auka framboðið enn frekar á komandi vetril.

Eftirtalin námskeið og próf eru í boði á næstu vikum í samstarfi við ÍFLM. Þessi próf veita starfsréttindi skv. leiðbeinandi reglum frá Ferðamálastofu og íslensku leiðbeinendurnir eru allir vottaðir af félaginu nema Jökla 3 sem er kennt af IFMGA leiðsögumanni frá Nýja Sjálandi. Námskeiðin fara öll fram í Skaftafelli.

Fjalla 1 er fullbókað sem stendur en ef nógu margir sýna áhuga þá verður bætt við leiðbeinanda og 6 sæti bætast við. Við biðjumst velvirðingar á þessum skamma fyrirvara en vonum að einhverjir geti nýtt sér þetta tækifæri, þá sérstaklega Jökla 3 sem er einungis í boði á 2ja ára fresti. Verðum á prófunum er haldið í lágmarki og boðið er uppá að taka námskeiðin án matar, gistingar og flutningskostnaðar fyrir þá sem vilja sjá um það sjálfir.

Áhugasamir hafi samband beint við Elsu Gunnarsdóttur: elsa hjá mountainguides.is

11-14. júní / Jökla III / Level 2
3,5 dagar, 2 leiðbeinendur á 6 nemendur. Kennarar Gary & Ívar.
Verð 215.000  án transfer, mat og gistingu. 250.000 með transfer, mat og gistingu.

15-18. júní  Jökla III / Level 2
3,5 dagar, 2 leiðbeinendur á 6 nemendur. Kennarar Gary & Ívar.
Verð 215.000  án transfer, mat og gistingu. 250.000 með transfer, mat og gistingu.

23-26. júní  Jökla II / Level 1
3,5 dagar, 2 leiðbeinendur á 6 nemendur. Kennarar Jón Gauti & Björgvin.
Verð 125.000  án transfer, mat og gistingu. 160.000 með transfer, mat og gistingu.

6-10. júní   Fjalla I / Hnjúkur 2
5 dagar, 1 leiðbeinandi á 6 nemendur. Kennari Ívar.
Verð 100.000  án transfer, mat og gistingu. 150.000 með transfer, mat og gistingu.

Posted in Óflokkað | Comments Off on Þjálfun í samstarfi við ÍFLM

Fréttabréf Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi – AIMG 
 Febrúar 2014

Námskeið og hæfnismöt á vegum félagsins

Eftirtalin námskeið og hæfnismat verða haldin á komandi mánuðum. Tækninefnd félagsins heldur utan um þjálfunarmál og áhugasamir setji sig í samband við nefndina. Félagsmenn eru beðnir um að láta skilaboð ganga til áhugasamra utan félagsins að grunn-námskeið séu að hefjast og við munum auglýsa námskeiðin á næstu vikum.

Jöklaleiðsögn 2 hæfnismat          24 – 27 apríl 2014

Jöklaleiðsögn 1 námskeið           22 – 25 maí 2014

Fjallaleiðsögn 1 námskeið          5 – 9 júní 2014

Upplýsingar gefur taekninefnd.aimg@gmail.com

Heimasíða félagsins

AIMG.is er komin í loftið. Stjórn vill þakka Guðmundi Sveinbirni Ingimarssyni og Atla Pálssyni fyrir þeirra vinnu við síðuna.  Síðan verður einföld í sniðum til að byrja með en þar er að finna allar helstu upplýsingar um félagið og ensk þýðing er á leiðinni.

Félagsgjöld

Stjórn vill minna félagsmenn á að greiða félagsgjöldin. Athygli er vakin á því að greiðsluseðlar eru í heimabönkum félagsmanna undir valgreiðslum.

Aðalfundur

Ákveðið hefur verið að halda aðalfund félagsins í apríl næst komandi. Dagsetning verður send út í mars.

Fréttir af erlendum samskiptum félagsins

Stjórn félagsins hafði samband við forseta IFMGA og óskaði eftir aðstoð og samstarfi við uppbyggingu þjálfunarkerfis félagsins. Langtíma markmið félagsins er að koma á samstarfi við erlend samtök þar sem félagar AIMG geti sótt sér frekari þjálfun umfram það sem við höfum að bjóða, án þess að þurfa að byrja frá grunni erlendis.

Á ráðstefnu IFMGA í Perú fyrir áramót var mál íslands tekið fyrir og ályktaði að eðilegast væri að Ísland hefði samband við Svíþjóð eða Noreg og þeir beðnir um að taka okkur vel. Stjórn mun halda áfram að vinna í málinu og sjá hvort vilji sé hjá Svíþjóð og Noregi til að vinna með félaginu að frekari uppbyggingu.

Kveðja,

Stjórn AIMG.

Posted in Óflokkað | Comments Off on Fréttabréf Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi – AIMG 
 Febrúar 2014

Ný heimasíða félagsins

Félag fjallaleiðsögumanna á Íslandi hefur opnað heimasíðu, www.aimg.is. Tilgangur vefsins er meðal annars að miðla fréttum um félagið en ekki síður að fræða almenning um tilgang og starfsemi félagsins.

Vefurinn er enn í vinnslu en á næstunni er stefnt að því að bjóða upp á enska útgáfu ásamt því að bæta við ýmsu efni.

Ábendingar um efni og virkni vefsins eru vel þegnar og má senda á aimgguides(hjá)gmail.com

Vefnefnd AIMG

Posted in Óflokkað | 1 Comment