Félag Fjallaleiðsögumanna á Íslandi

Association of Icelandic Mountain Guides

Sækja um aðild

Félag fjallaleiðsögumanna á Íslandi (AIMG) er fagfélag fyrir einstaklinga sem lokið hafa formlegri þjálfun í fjallaleiðsögn. AIMG býður upp á námskeið fyrir einstaklinga sem vilja afla sér þekkingar og hæfni í fjallaleiðsögn.

Til þess að sækja um aðild að AIMG er mikilvægt að hafa tiltæk gögn sem sýna fram á formlega menntun sem viðurkennd er af félaginu. Hafi umsækjendur sótt menntun eða þjálfun sem ekki er eftir stöðlum AIMG, hvort sem er á Íslandi eða erlendis, mun inntökunefnd AIMG meta umsóknir í hverju tilfelli fyrir sig og mögulega kalla eftir frekari upplýsingum um þjálfun frá umsækjendum.

Frekari upplýsingar um þjálfun og réttindi er hægt að sjá HÉR.

Hafi einstaklingur lokið þjálfun sem viðurkennd er af AIMG getur hann sótt um aðild að félaginu með því að fylla út ef form fyrir hæsta stig þjálfunar sem umsækjandi hefur lokið hverju sinni hér að neðan.

Vegna tæknilegra örðugleika hjá hýsingaraðila virka ekki umsóknarformin hér fyrir neðan sem stendur. Vinsamlegast sendið póst á umsoknaimg@gmail.com til að sækja um aðild.

 

Jöklaleiðsögn

Fjallaleiðsögn

Skíðaleiðsögn

Uppfæra WFR skírteini