Jöklaleiðsögn 1 á vegum AIMG
Við höfum opnað fyrir skráningu á námskeið í Jöklaleiðsögn 1 á Sólheimajökli og í Skaftafelli 25-28 Júní 2015. Leiðbeinandi er Jón Heiðar Andrésson. Jöklaleiðsögn 1 er kennd samkvæmt þjálfunarkerfi félagsins sem má finna hér á síðunni. Námskeiðið er 4 daga námskeið.