Félag Fjallaleiðsögumanna á Íslandi

Association of Icelandic Mountain Guides

Skíðaleiðsögn 2

Ski 2

Yfirlit

Hæfnismat í Skíðaleiðsögn 2 er kennsla/mat sem tekur sex daga og fer fram í fjölbreyttu fjallalandslagi. Metin eru helstu almennu atriði við skíðaleiðsögn svo sem leiðarval, skipulagning ferða, áhættumat og áhættustýring, samskipti við gesti og hópstjórn. Kennsluhluti námskeiðsins felur sér að heimfæra almenn atriði úr Fjallgönguleiðsögn 1 yfir í skíðaleiðsögn ásamt aðferðum við að leiðsegja hópum í jöklalandslagi. 

 

Forkröfur

Ætlast er til þess að þátttakendur á Skíðaleiðsögn 2 uppfylli eftirfarandi forkröfur:

  • Hafa lokið Fjallgönguleiðsögn 1 með jákvæðri umsögn
  • Hafa lokið Skíðaleiðsögn 1 með jákvæðri umsögn
  • Að hafa lokið 20 fjallaskíðaferðum á eign vegum *
  • Að hafa lokið CAA Avalanche operations level 1 
  • Að hafa gilt ítarlegt fyrstu hjálpar skírteini (70 klst)
  • Nemendur þurfa að vera hæfir um að vera sjálfbjarga hvort sem er á fjallaskíðum eða gönguskíðum í fjalllendi og hálendi Íslands.

*Á eigin vegum er ekki ferð undir leiðsögn annarra, sem fararstjóri í ferð eða með einhvers konar stuðnings annarra fagaðila. 

 

Færnismat

Fer fram í klassísku fjallaskíðalandslagi og jöklalandslagi þar sem lagt er mat á færni nemenda í almennum atriðum skíðaleiðsagnar, s.s. leiðarval, skipulagningu ferða, notkunnar línu til ferðalaga á sprungnum jöklum, áhættumat og áhættustýring, mati á snjóflóðahættu, ýlaleit og björgun, samskipti við gesti og hópstjórn. Einnig er metin færni nemenda í tæknilegri línuvinnu, s.s. sprungubjörgun og notkun línu fyrir gesti í brattarar landslagi. Matið fer fram heilt yfir alla sex dagana í samræmi við helstu áhersluatriði námsskrá félagsins. Uppbyggilegar og raunhæfar ábendingar eru gefnar af leiðbeinendum við enda hvers námskeiðs og eftir hvern dag sé þess þörf. 

 

Réttindi

Að færnismati loknu öðlast sá sem stenst lágmarkseinkunn,  réttindi til að starfa undir merkjum AIMG sem Aðstoðarskíðaleiðsögumaður undir óbeinni leiðsögn Skíðaleiðsögumanns AIMG, ACMG, AMGA eða IFMGA í einföldu fjallaskíðalandslagi.

 

Janúar 2022.