Félag Fjallaleiðsögumanna á Íslandi

Association of Icelandic Mountain Guides

Íshellaleiðsögn

Ice Cave Guiding

YFIRLIT

Námskeið í íshellaleiðsögn er kennsla/mat sem tekur tvo daga og fer fram í/við íshelli og innan dyra. Farið er yfir almenn atriði er snerta íshellaleiðsögn sem og viðbrög við slysum. Farið er yfir; uppbyggingu íshella, áhættustjórnun, leiðarval, akstur að íshellum, samskipti við gesti og hópstjórnun.

FORKRÖFUR

Gerð er krafa um að þátttakendur á námskeiðinu íshellaleiðsögn uppfylli eftirfandi forkröfur.
• Að hafa lokið Jökla 1 með jákvæðri umsögn.
• Að hafa farið að lágmarki í 10 daga í jöklalandslag til að auka persónulega færni.

FÆRNISMAT

Matið er kennsla/stöðumat. Lagt er mat á færni í samskiptum við gesti og þekkingu á jöklum.
Nemendur eru metnir heilt yfir alla tvo dagana í samræmi við helstu áhersluatriði
námsskrá félagsins.
Uppbyggilegar og raunhæfar ábendingar eru gefnar af leiðbeinendum við enda hvers
námskeiðs og eftir hvern dag sé þess þörf.

RÉTTINDI

Íshellaleiðsögn er hliðar námskeið við jöklanámskeið/Hard Ice sem veitir réttindi til að starfa í íshellum undir merkjum Félags Fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Að færnismati loknu öðlast sá sem stenst lágmarkseinkunn, réttindi til þess að starfa undir merkjum AIMG í íshellum í jaðri skriðjökla eða í íshelli ofar á jökli. Íshellaréttindi haldast í hendur við jöklaréttindi AIMG:
Hard Ice 1 + Íshellanámskeið: Veitir réttindi til að starfa í íshellum í jökuljaðri, þar sem aðgengi er gott og ekki þarf að ferðast um á jökli.
Hard Ice 2 + Íshellanámskeið: Veitir réttindi til að starfa í íshellum í jaðri sem og ofar á jöklum.
Hard Ice 3 + Íshellanámskeið: Veitir réttindi til að starfa sem yfirleiðsögumaður í íshellum hvort sem er í jarði eða ofar á jökli.