Aðalfundur 2015
Aðalfundur Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi 2015 verður á miðvikudaginn 28. október n.k. kl. 20. Fundurinn fer fram að Ármúla 23, Reykjavík í húsnæði Klifurhússins, efri hæð.
Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um hvað var gert á árinu og stöðu félagsins.
3. Kosið um lagabreytingartillögur
5. Kjör formanns og meðstjórnenda.
6. Kjör uppstillingarnefndar.
7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
8. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
9. Önnur mál.
Lög félagsins um aðalfundi er að finna á vefsíðu félagins, aimg.is
Lagabreytingartillögur þurfa að berast 10 dögum fyrir aðalfund.
Með kveðju,
Stjórn Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, AIMG.