Félag Fjallaleiðsögumanna á Íslandi

Association of Icelandic Mountain Guides

Fréttir frá aðalfundi 28.okt 2015

Aðalfundur félagsins var haldinn 28. október síðastliðinn. Það var mikið fjör og mikið var rætt þegar um 30 félagsmenn settust niður saman, drukku jólaöl og átu piparkökur.

Á aðalfundinum var kosið í nýja stjórn og smávægilegar breytingar áttu sér stað í nefndum félagsins.

Í dag sitja í stjórn –
Róbert Þór Haraldsson(Formaður)
Garðar Hrafn Sigurjónsson (Varaformaður)
Helga María Heiðarsdóttir (Ritari)
Þórður Bergsson (Gjaldkeri)
Smári Stefánsson (Meðstjórnandi)

Nefndirnar skipa –
Inntökunefnd : Björgvin Hilmarsson, Ágúst Þór Gunnlaugsson, Róbert Halldórsson
Tækninefnd : Jón Heiðar Andrésson, Leifur Örn Svavarsson, Ragnar Þór Þrastarson

Það eru nokkrir hlutir sem stjórn vill minna félagsmenn á

Það er mjög mikilvægt að félagsmenn sem taka Wildreness first responder námskeið skili inn til inntökunefndar afriti af prófskírteini (einnig þeir sem hafa endurnýjað sín réttindi).
Við viljum minna félagsmenn á að borga aðildargjaldið (greiðsluseðill er í einkabankanum ykkar, ef ekki hafið þá endilega samband við okkur). Þeir sem ekki borga eru ekki í félaginu.
Við óskum eftir góðum einstaklingi/um til þess að aðstoða okkur með heimasíðuna aimg.is. Ef það er einhver tölvuklár þarna úti og hefur áhuga á því að vera með í vefnefnd, endilega hafið samband við einhvern úr stjórn.

Fjallakveðja
-Stjórnin