Félag Fjallaleiðsögumanna á Íslandi

Association of Icelandic Mountain Guides

Þjálfun og réttindi

This page is also available in: English

Jöklaleiðsögn

Fjallaleiðsögn

Skíðaleiðsögn

Heildarréttindi


Þjálfunarkerfi fyrir jökla-, fjalla- og skíðaleiðsögn

Útgáfa samþykkt á stjórnarfundi 30. október 2017.
Uppfært af tækninefnd mars 2020.

Við stofnun Félags Fjallaleiðsögumanna á Íslandi voru birt fyrstu drög að þjálfunarkerfi félagsins.
Þjálfunarkerfinu er skipt upp í þrjá  þætti, jöklaleiðsögn, fjallaleiðsögn og skíðaleiðsögn. Stuttu eftir stofnun félagsins var sett á fót tækninefnd. Tækninefnd félagsins hefur m.a. það hlutverk að halda utan um og uppfæra þjálfunarkerfi félagsins. Undanfarin ár hefur tækninefnd unnið að því að uppfæra drög að þjáfunarkerfinu sem gefið var út við stofnun félagsins 2012. Drög nefndarinnar að nýju þjálfunarkerfi í jöklaleiðsögn og fjallaleiðsögn voru svo samþykkt á stjórnarfundi þann 30. október 2017. Hér að neðan er yfirlit yfir þjálfunarkerfi félagsins.

 

Leiðsögn á skriðjöklum

1.1 AIMG jökla 1   AIMG Jöklaleiðsögunemi

NÁMSKEIÐISLÝSING

Grunnþjálfun í jöklaleiðsögn tekur fjóra daga og fer fram á skriðjökli. Farið verður yfir
helstu atriði jöklaleiðsagnar svo sem leiðarval, sprungubjörgun, ísklifur, samskipti við gesti
og hópstjórn.

FORKRÖFUR:

Gerð er krafa um grunnþekkingu í fjallamennsku og línuvinnu. Þessi grunnþekking getur
verið, en takmarkast ekki við:
• Menntun frá leiðsöguskólum
• Nýliðaþjálfun Björgunarsveita
• Alhliða reynsla á jöklum og/eða fjalllendi

Ætlast er til þess að þátttakendur á Jökla 1 uppfylli grunnkröfur þegar kemur að þekkingu.
Grunnkröfur eru, en takmarkast ekki við:
• Grunnþekking í notkun og tækni mannbrodda á hörðum ís
• Grunnþekkingu á sigi og línuklifri (Sig og júmm)
• Uppsetningu og gerðir ankera með ísskrúfum
• Grunnþekking í uppsetningu á einfaldri sprunubjörgun

FÆRNISMAT:

Geta nemenda í helstu áhersluatriðum skv. Námsskrá félagsins er metin á meðan
námskeiðinu stendur. Uppbyggilegar og raunhæfar ábendingar eru gefnar af leiðbeinendum við enda hvers námskeiðs og eftir hvern dag sé þess þörf.

RÉTTINDI:

Grunnþjálfunin veitir rétt til þess að starfa undir merkjum AIMG á skriðjökli sem
Jöklaleiðsögunemi undir beinni leiðsögn Aðstoðarjöklaleiðsögumanns að sumarlagi eða
Jöklaleiðsögumanns AIMG að vetrarlagi.

Mars 2020


1.2 AIMG jökla 2 – AIMG Aðstoðarjöklaleiðsögumaður

YFIRLIT

Hæfnismat í jöklaleiðsögn 2 er kennsla/mat sem tekur fimm daga og fer fram á skriðjökli.
Metin eru helstu almennu atriði í jöklaleiðsögn sem og viðbrögð við slysum. Farið er yfir
leiðarval, sprungubjörgun, ísklifur, samskipti við gesti og hópstjórnun. Að auki er kennd
leiðsögutækni í flóknu landslagi ásamt tæknilegri fjallabjörgun á skriðjökli.

FORKRÖFUR:

Ætlast er til þess að þátttakendur á Jökla 2 uppfylli eftirfandi forkröfur.
• Að hafa lokið Jökla 1 með jákvæðri umsögn
• Að hafa lágmark 30 daga starfsreynslu, vottuð af Jökla 2 / Jökla 3 leiðsögumanni
• Að hafa farið í 10 daga í erfiðara landslag til að auka persónulega færni ásamt ísklifri
• Að hafa gilt ítarlegt fyrstu hjálpar skírteini (70klst)

FÆRNISMAT:

Matið er kennsla/stöðumat. Lagt er mat á færni í samskiptum við gesti, leiðarval,
kennsluhæfni, þekkingu á jöklum, sprungubjörgun og línuvinnu. Einnig er þekking og færni í stærri björgunaraðgerðum metin.
Mat nemenda fer fram heilt yfir alla fjóra dagana í samræmi við helstu áhersluatriði
námsskrá félagsins.
Uppbyggilegar og raunhæfar ábendingar eru gefnar af leiðbeinendum við enda hvers
námskeiðs og eftir hvern dag sé þess þörf.

RÉTTINDI:

Að færnismati loknu öðlast sá sem stenst lágmarkseinkun, réttindi til þess að starfa undir
merkjum AIMG á skriðjöklum landsins sem Aðstoðarjöklaleiðsögumaður undir óbeinni
leiðsögn Jöklaleiðsögumanns AIMG.

Mars 2020


1.3 AIMG jökla 3 –  AIMG Jöklaleiðsögumaður 

YFIRLIT

Jöklaleiðsögn 3 er próf sem tekur fjóra daga og fer fram á skriðjökli. Prófað er í helstu atriðum
jöklaleiðsagnar í bæði einföldu og flóknu landslagi. Farið er yfir leiðarval, sprungubjörgun,
ísklifurfærni leiðsögumanns, ísklifurbjörgun, samskipti við gesti og hópstjórn ásamt
viðbragða við slysum.

FORKRÖFUR:

Ætlast er til þess að þátttakendur á Jökla 3 uppfylli eftirfandi forkröfur.
• Að hafa staðist Jökla 2
• Að hafa lágmarki samtals 100 daga starfsreynslu, vottuð af Jökla 2 / Jökla 3
leiðsögumanni
• Að hafa farið að lágmarki 20 skipti á jökul til að æfa leiðsögn í flóknu landslagi ásamt
því að auka við tæknilega ísklifurfærni í bröttu landslagi.
• Að hafa gilt ítarlegt fyrstu hjálpar skírteini (70klst)

Prófaframkvæmd:

Prófað er í færni í samskiptum við gesti, leiðarval, kennsluhæfni, þekkingu á jöklum,
sprungubjörgun, og línuvinnu. Einnig er þekking og færni í stærri björgunaraðgerðum metin.
Mat nemenda fer fram heilt yfir alla fjóra dagana í samræmi við helstu áhersluatriði námsskrá
félagsins.
Uppbyggilegar og raunhæfar ábendingar eru gefnar af leiðbeinendum við enda hvers
námskeiðs og eftir hvern dag sé þess þörf.

RÉTTINDI:

Að færnismati loknu öðlast sá sem stenst lágmarkseinkun, réttindi til þess að starfa undir
merkjum AIMG á skriðjöklum landsins sem Jöklaleiðsögumaður AIMG.

Mars 2020

 

Annar hluti

 

Fjallaleiðsögn

2.1 AIMG Fjallgönguleiðsögn 1-  AIMG Aðstoðar fjallgönguleiðsögumaður

NÁMSKEIÐISLÝSING

Grunnþjálfun í fjallaleiðsögn tekur fimm daga og fer fram í fjölbreyttu fjallalandslagi. Farið
verður yfir helstu atriði fjallaleiðsagnar svo sem leiðarval, gerð leiðarkorta, rötun, snjóflóð,
sprungubjörgun, uppsetning á línu til göngu, gerð neyðarskýla, fjarskipti og hópstjórn.

FORKRÖFUR:

Gerð er krafa um grunnþekkingu í fjallamennsku og línuvinnu. Þessi grunnþekking getur
verið frá, en takmarkast ekki við:
• Menntun frá Íslenskum leiðsöguskólum
• Nýliðaþjálfun Björgunarsveita
• Almenn Fjallamennsku námskeið frá einkaaðilum

Hægt er að meta langvinna reynslu í fjallamennsku í stað námskeiða sem og erlend
námskeið.

Ætlast er til þess að þátttakendur á Fjalla 1 uppfylli grunnkröfur þegar kemur að þekkingu.
Grunnkröfur eru, en takmarkast ekki við:
• Jökla 1 námskeið AIMG
• Að hafa að lágmarki farið í 10 fjallaferðir, af þeim 5 í fjalllendi sem hulið er jökli
• Grunnþekkingu á sigi og línuklifri (Sig og júmm)
• Beytingu mannbrodda í einföldu landslagi til fjalla og á hörðum ís
• Uppsetningu og gerðir ankera á ís og snjó.
• Góða þekkingu á notkun korta, áttavita og GPS tækja

FÆRNISMAT:

Geta nemenda í helstu áhersluatriðum skv. námsskrá félagsins er metin á meðan
námskeiðinu stendur. Uppbyggilegar og raunhæfar ábendingar eru gefnar af leiðbeinendum
við enda hvers námskeiðs og eftir hvern dag sé þess þörf. Til þess að standast námskeið þetta,
er ætlast til þess að nemendur geti með sannfærandi hætti sýnt fram á góða þekkingu í
tæknilegri línuvinnu, skipulagningu og framkvæmd ferða.

RÉTTINDI:

Grunnþjálfunin veitir rétt til þess að starfa undir merkjum AIMG sem Fjallgönguleiðsögunemi.
Fjallgönguleiðsögunemi hefur réttindi til þess að leiða hópa undir beinni leiðsögn AIMG
Fjallgönguleiðsögumanns á snjóhuldum jöklum þar sem lína er eingöngu notuð til þess að
varna falli í sprungu.

Mars 2020


2.2 AIMG Fjallgönguleiðsögn 2AIMG Fjallgönguleiðsögumaður 

YFIRLIT

Hæfnismat í fjallaleiðsögn er stöðumat sem tekur fimm daga og fer fram á fjöllum og
skriðjöklum. Metin eru helstu atriði fjallaleiðsagna svo sem leiðarval, skipulagning ferða,
sprungubjörgun, samskipti við gesti og hópstjórnun. Að auki er áframhaldandi kennsla í
tæknilegri fjallaleiðsögn, s.s. línustuðning (rope support), ferðast yfir jaðarsprungur og
tryggingaaðferðir í brattara landslagi.

FORKRÖFUR:

Ætlast er til þess að þátttakendur á Fjalla 2 uppfylli eftirfandi forkröfur:
• Að hafa lokið Fjalla 1 með jákvæðri umsögn yfirleiðbeinanda
• Að hafa lágmark 20 daga reynslu í fjalllendi hulið jökli sem skiptast svo;
o 10 starfsdagar eftir lok Fjalla1 í landslagi hulið jökli.
o 8 dagar í ferðum á eigin vegum í tæknilega krefjandi landslagi.
o 2 jöklaferðir sem krefjast næturgistingar.
• Að hafa gilt ítarlegt fyrstu hjálpar skírteini (70klst)
• Að hafa setið fagnámskeið í snjóflóðum (56 klst)

FÆRNISMAT:

Lagt er mat á færni þátttakenda í samskiptum við gesti, skipulagning ferða, rötun, leiðarval,
sprungubjörgun, og línuvinnu. Matið fer fram heilt yfir alla fimm dagana í samræmi við helstu
áhersluatriði námsskrá félagsins.
Uppbyggilegar og raunhæfar ábendingar eru gefnar af leiðbeinendum við enda hvers dags.

RÉTTINDI:

Að færnismati loknu öðlast sá einstaklingur réttindi til þess að starfa undir merkjum AIMG sem
fjallgönguleiðsögumaður.
Fjallgönguleiðsögumaður hefur réttindi til þess að leiða hópa á snjóhuldum jöklum þar sem
lína er eingöngu notuð til þess að varna falli í sprungu.

Mars 2020


2.3 Ferli AIMG til að gerast leiðbeinandi

YFIRLIT
Ferli AIMG til að gerast leiðbeinandi og / eða prófdómari í Jökla-hlutanum.

Jökla 1 Leiðbeinandi

Til að öðlast stöðu sem fullgildur leiðbeinandi á Jökla1 þarf að uppfylla
eftirfarandi atriði:
1. Að hafa stöðu sem Jökla3 og Fjalla2
2. Að hafa verið auka leiðbeinandi* á Jökla1
3. Að hafa verið aðstoðarleiðbeinandi á Jökla1 með fullgildum leiðbeinanda
4. Að hafa verið yfirleiðbeinandi Jökla1 og fengið jákvæða umsögn
prófdómara**

* Auka leiðbeinandi er ólaunaður og fylgist með fullgildum leiðbeinendum kenna
námskeið. Eftir það er hægt að koma inn sem aðstoðarleiðbeinandi.

** Prófdómari er sá sem hefur stöðu prófdómara í Jöklahlutanum og fer með
hlutverk aðstoðarleiðbeinenda á námskeiðinu.

Jökla 2-3 Prófdómari

Til að öðlast stöðu sem Prófdómari á Jökla 2-3 þarf að uppfylla eftirfarandi atriði:
• Að hafa verið yfirleiðbeinandi á Jökla1 x3
• Að hafa verið aukaleiðbeinandi* Jökla3
• Að hafa aðstoðarprófdómari á Jökla2
• Að hafa verið yfirprófdómari á Jökla 2 og hafa fengið jákvæða umsögn**

* Auka leiðbeinandi er ólaunaður og fylgist með fullgildum prófdómurum kenna
/ meta prófið. Eftir það er hægt að koma inn sem aðstoðarprófdómari.

** Yfirprófdómari gegnir stöðu sem aðstoðarprófdómari sé hann að meta hæfni
verðandi prófdómara í Jökla2-3. Ekki er æskilegt að sami prófdómari úskrifi
sama einstakling sem bæði leiðbeinanda og prófdómara til að forðast hlutdrægni.

Gildistími Jökla leiðbeinenda og prófdómara

Réttindi leiðbeinenda og prófdómara eru gild í 3 ár eftir seinasta námskeið. Líði
lengri tími þarf viðkomandi að vera aðstoðarleiðbeinandi eða prófdómari með
fullgildum leiðbeinanda/prófdómara til þess að réttindin taki gildi að nýju.

 

Skíðaleiðsögn

3.1 Skíðaleiðsögn 1

Lýsing

Skíðaleiðsögn 1 er 5 daga námskeið ætlað tilvonandi skíðaleiðsögumönnum. Á námskeiðinu er kennt og metið skv. námskrá félagsins.Á námskeiðinu er lögð áhersla á að meta skíðafærni þátttakenda og kenna helstu þætti skíðaleiðsagnar í fjallendi.

Forkröfur

  • Umsækjendur skulu hafa fengið jákvæða umsögn úr Fjallaleiðsögn 1.
  • Hafa lokið 4 daga fagnámskeiði í mati á snjóflóðahættu frá Björgunarskólanum eða sbrl. snjóflóðanámi.
  • Hafa gilt WFR Vettvangshjálp í óbyggðum skírteini.
  • Umsækjendur skulu hafa að lágmarki 100 daga skíðareynslu utanbrauta í ólíkum snjóalögum og árferði.
  • Skrá 10 fjallaskíðaferðir á eigin vegum.
  • Geta skíðað af öryggi í öllum snjóalögum í krefjandi aðstæðum.

Mat

Nemendur eru m.a. metnir í skíðafærni, leiðarvali, staðar- og veðurþekkingu, hópstjórnun, áhættustýringu, sprungubjörgun, mati á snjóflóðahættu, ýlaleit og kennslu ásamt öðrum þáttum skíðaleiðsagnar. Að loknu námskeiði er metið hvort nemendur séu færir til að halda áfram á Skíðaleiðsögn2.

Réttindi

Þeir sem fá jákvæða umsögn á námskeiðinu geta haldið áfram á Skíðaleiðsögn 2 og mega aðstoða Skíðaleiðsögumenn við störf.

Kennsla

Kennsla fer fram innan sem utan skíðasvæða í bröttu fjallendi. Kennslan er framkvæmd af Skíðaleiðsögumanni og miða skal við að hlutfall nemenda og leiðbeinenda sé 6:1 og æskilegt er að leiðbeinendur séu tveir.

3.2 Skíðaleiðsögn 2

Lýsing

Skíðaleiðsögn 2 er átta daga námskeið í leiðsögn á fjallaskíðum og ætlað tilvonandi skíðaleiðsögumönnum. Á námskeiðinu eru nemendur þjálfaðir í að beita aðferðum skíðafjallamennsku í leiðsögn á faglegan hátt í fjallendi og á jöklum. Á námskeiðinu er kennt og metið skv. námskrá félagsins.

Áhersla er lögð á þjálfun fyrir Skíðaleiðsögn 3 þar sem aðferðir við skíðaleiðsögn eru kenndar, svo sem rötun með áttavita og GPS, leiðarvali, áhættumati á snjóflóðasvæðum, kennslu á viðbrögðum við snjóflóðum, fjallavit og samskiptum við viðskiptavini.

Forkröfur

  • Nemendur þurfa að hafa lokið Skíðaleiðsögn 1 með jákvæðri umsögn.
  • Að hafa lokið CAA level 1 eða sbrl. 7 daga námskeiði í mati á snjóflóðahættu og námskeiðinu WFR Vettvangshjálp í óbyggðum eða sambærilegu.
  • Nemendur þurfa að vera hæfir um að vera sjálfbjarga hvort sem er á fjallaskíðum eða gönguskíðum í fjalllendi og hálendi Íslands.

Nemendur þurfa einnig að skila inn log-bókar færslum fyrir:

Fjallaskíðun

  • 25x dagar á fjallaskíðum utan skíðasvæða
  • 5x dagar fjallaskíðun á jöklum, td. Svínafellsjökulsleið og Eyjafjallajökull.
  • 2x leiðangrar 2 nætur eða fleiri hver í tjaldi.
  • 4x leiðangar 2 nætur eða fleiri út frá skála.

Gönguskíðun.

  • 2x ferðir 3 dagar eða fleiri út frá skála eða tjaldi.
  • 1x 7 daga ferð í skála eða tjaldi td. yfir Sprengisand, Kjöl eða Vatnajökul.

Mat

Nemendur eru metnir í öllum þáttum skíðafjallamennsku, skíðafærni, samskiptum viðgesti,

áhættustýringu, sprungubjörgun, ýlapróf, fjallaviti, staðar- og veðurþekkingu auk annarra þátta sem skipta máli í skíðaleiðsögn í fjalllendi og á jöklum.

Að loknu námskeiði er metið hvort nemendur séu færir um að halda áfram í Skíðaleiðsögn 3. Ef ekki er mælt með beinu framhaldi eru gefnar ráðleggingar um hvað megi betur fara og í hvaða þáttum nemendur ættu að vinna hyggist þeir reyna aftur.

Réttindi

Skíðaleiðsögn 2 veitir réttindi til að starfa undir beinni og óbeinni leiðsögn Skíðaleiðsögumanna.

Kennsla

Kennsla fer fram innan sem utan skíðasvæða í bröttu fjallendi. Kennslan er framkvæmd af Skíðaleiðsögumanni og miða skal við að hlutfall nemenda og leiðbeinenda sé 6:1 og æskilegt er að leiðbeinendur séu tveir. Hvert fyrirtæki fyrir sig getur haldið Skíðaleiðsögn 2 enda uppfylli leiðbeinendur á því þær kröfur sem gerðar eru til þeirra um menntun og reynslu.

3.3 Skíðaleiðsögn 3 – Skíðaleiðsögumaður

Lýsing

Skíðaleiðsögn 3 er átta daga próf í leiðsögn á fjallaskíðum. Prófið er ætlað verðandi Skíðaleiðsögumönnum. Nemendur eru metnir í færni sinni sem skíðaleiðsögumenn í erfiðu fjalllendi og á jöklum. Á námskeiðinu er kennt og metið skv. námskrá félagsins.

Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð í öllum þáttum skíðafjallamennsku, skíðafærni, samskiptum viðgesti, áhættu mati á snjóflóðasvæðum, sprungubjörgun, fjallaviti, staðar- og veðurþekkingu, skipulagi ferða og góðu flæði bæði í kennslu og leiðsögn.Prófið tekur að mestu mið af fjallaskíðun og kemur inná skíðun með aðstoð vélknúinna tækja.

Forkröfur

  • Að hafa lokið Skíðaleiðsögn 2.
  • Að hafa lokið CAA level 1 eða sbrl. 7 daga námskeiði í mati á snjóflóðahættu og námskeiðinu WFR Vettvangshjálp í óbyggðum eða sambærilegu.
  • Að hafa unnið sem aðstoðarmaður Skíðaleiðsögumanns að lágmarki 10 daga í fjallaskíðun. Athugasemd: Þessi dagafjöldi mun aukast í 20 þegar fleiri fá réttindin.

Mat

Nemendur eru metnir í öllum þáttum fjallaskíðamennsku og nemendur þurfa að vera afburða góðir skíðamenn sem geti skíðað af öryggi í öllum snjóalögum og miklum bratta (45-50°). Nemendur þurfa einnig að sýna fumlaus vinnubrögð við framkvæmd ferða og búa yfir áreynslulitlum skíðastíl.

Réttindi

Þeir sem ljúka prófinu fá titilinn AIMG Skíðaleiðsögumaður og hafa rétt til að vinna við alla skíðaleiðsögn og skíðaleiðangra sem eru í boði í íslenskri ferðaþjónustu undir merkjum félagsins. Skíðaleiðsögumaður hefur einnig rétt til að reka fyrirtæki sem býður upp á skíðaferðir á fjöll á Íslandi eða vera fulltrúi rekstraraðila sem bjóða upp á slíkar ferðir.

Kennsla

Prófið er einungis kennt af IFMGA* leiðsögumanni og AIMG Skíðaleiðsögumanni. Miða skal við að hlutfall nemenda og leiðbeinanda sé 4:1 en aldrei færri en tveir leiðbeinendur. Prófið skal fara fram á Íslandi í fjallendi sem endurspeglar starfsaðstæður Skíðaleiðsögumanna. Skíðaleiðsögn 3 skal vera haldið af Félagi fjallaleiðsögumanna á Íslandi – AIMG.

*IFMGA – International Federation of Mountain Guide Associations

Fjórði hluti

Heildarréttindi AIMG

Þeir sem ljúka öllu þjálfunarkerfi AIMG munu fá heildarréttindi að erlendri fyrirmynd sambærilegra samtaka í fjallaleiðsögn. Mikið hefur verið rætt hvort nota eigi starfsheitið Fjallaleiðsögumaður fyrir heildarréttindin, en það er háð því að gott viðeigandi nafn finnst á núverandi þjálfunarkerfi í fjallaleiðsögn. Þessi hluti er nýr og á eftir að ræða og móta frekar.

 

This page is also available in: English