Félag Fjallaleiðsögumanna á Íslandi

Association of Icelandic Mountain Guides

Fjallgönguleiðsögn 1

Alpine Trekking Guide Training

Námskeiðslýsing

Course Description

Grunnþjálfun í fjallgönguleiðsögn tekur fimm daga og fer fram í fjölbreyttu fjallalandslagi. Farið verður yfir helstu atriði fjallgönguleiðsagnar svo sem leiðarval, gerð leiðarkorta, rötun, áhættumati, snjóflóð, sprungubjörgun, uppsetning á línu til göngu, gerð neyðarskýla, fjarskipti og hópstjórn.

Basic training for Alpine Trekking Guide training is five days and takes place in variable landscape. Course topics include route selection, route cards, navigation, risk management, snow safety, crevasse rescue, rope management for glacier travel, emergency shelters, radio communication, communication with guests and group management.

Forkröfur

Prerequisites

Prerequisites template – Fjalla 1

Gerð er krafa um grunnþekkingu í fjallamennsku og línuvinnu. Þessi grunnþekking getur verið frá, en takmarkast ekki við:

 • Menntun frá Íslenskum leiðsöguskólum
 • Nýliðaþjálfun Björgunarsveita
 • Almenn Fjallamennsku námskeið frá einkaaðilum

Hægt er að meta langvinna reynslu í fjallamennsku sem og erlend námskeið sem hluta af forkröfum inn á námskeiðið.

Ætlast er til þess að þátttakendur á Fjalla 1 uppfylli grunnkröfur þegar kemur að þekkingu. Grunnkröfur eru, en takmarkast ekki við:

 • Jökla 1 námskeið AIMG
 • Að hafa að lágmarki farið í 15 fjallaferðir á eigin vegum*, af þeim 8 í fjalllendi sem hulið er jökli
 • Ferðir þurfa að vera í fjölbreyttu landslagi**
 • Grunnþekkingu á sigi og línuklifri (Sig og júmm)
 • Beytingu mannbrodda í einföldu landslagi til fjalla og á hörðum ís
 • Uppsetningu og gerðir ankera á ís og snjó.
 • Góða þekkingu á notkun korta, áttavita og GPS tækja

*Á eigin vegum, er ekki ferð undir leiðsögn annarra, sem fararstjóri í ferð eða með einhverskonar stuðnings annara fagaðila.
**Fjölbreytt landslag miðast við mismunandi leiðir ef farið er á sama fjallið og/eða mismunandi árstímar. Leiðbeinendur og/eða Tækninefnd áskilja sér rétt til að hafna hluta forkrafna eða umsókn ef sama leiðin er talin oft eða talið er að reynslu sé ábótavant.

Prerequisites for the course are basic mountaineering and rope skills. Prerequisites are, but not limited to:

 • Icelandic Guide certificates or diplomas
 • Basic ICE-SAR training
 • Basic mountaineering courses

If participants have extensive mountaineering experience or have participated on mountaineering courses abroad students can add those experiences to their prerequisites.

All alpine trekking guide participants should fulfill specific prerequisites. Specific prerequisites are, but not limited to:

 • To have completed the AIMG Hard Ice 1 course
 • To have taken a minimum of 15 mountaineering tours on your own*, with a minimum of 8 mountaineering trips on glaciated terrain
 • Mountain tours need to have taken place in variable mountain terrain**
 • Basic crampon techniques and movement skills in the mountains and glaciers on hard ice
 • Basic rappel and rope-ascending skills
 • Basic construction and types of ice-screw and snow anchors
 • Good knowledge in use of maps, compass, and GPS device

*A mountain tour on your own means that you are not on a guided tour, working as a guide or with support from a mountain professional.
**Variable mountain terrain can be different routes on the same mountain and/or different season. Instructors and/or Technical committee can reject application if route list is repetitive or if mountain experience is substandard.

Færnismat

Evaluation

Geta nemenda í helstu áhersluatriðum skv. námsskrá félagsins er metin á meðan námskeiðinu stendur. Uppbyggilegar og raunhæfar ábendingar eru gefnar af leiðbeinendum við enda hvers námskeiðs og eftir hvern dag sé þess þörf. Til þess að standast námskeið þetta, er ætlast til þess að nemendur geti með sannfærandi hætti sýnt fram á góða þekkingu í tæknilegri línuvinnu, skipulagningu og framkvæmd ferða.

Students will be evaluated throughout the course according to the course curriculum set by the Association of Icelandic Mountainguides. Constructive and realistic feedback will be given by the instructors at the end of each course, and at the end of a given day if needed. To pass the course, students are obliged to show with confidence the skills in technical rope management, organization and implementations of mountain trips.

Réttindi

Certification

Grunnþjálfunin veitir rétt til þess að starfa undir merkjum AIMG sem Fjallgönguleiðsögunemi. Fjallgönguleiðsögunemi hefur réttindi til þess að leiða hópa undir beinni leiðsögn AIMG Fjallgönguleiðsögumanns á snjóhuldum jöklum þar sem lína er eingöngu notuð til þess að varna falli í sprungu.

Upon completion of this course, participants are certified through AIMG as Alpine Trekking Guide trainee.
Alpine Trekking Guide trainee can lead groups under direct supervision from a certified AIMG Alpine Trekking Guide in non-technical snow covered, glaciated terrain.

Uppfært janúar 2022

Updated January 2022