Skíðaleiðsögn 1
Ski 1
Lýsing
Grunnþjálfun í skíðaleiðsögn tekur sex daga og fer fram í fjölbreyttu fjallalandslagi. Markmið námskeiðs er að gera einstakling færan um að stýra hóp á skíðum upp og niður í klassísku fjallaskíðalandslagi. Geta skipulagt ferðir m.t.t. stærðar og getu hóps sem og auka færni í rötun í krefjandi aðstæðum. Áhersla er lögð á áhættumat og áhættustýringu og hvernig er hægt að nýta sér landslag til að ferðast örugglega í fjalllendi á skíðum.
Forkröfur
- Hafa lokið Jökla 1 með jákvæðri umsögn
- Hafa lokið grunnþjálfun í snjóðflóðum hjá Björgunarskólanum, CAA eða sambærilegu námskeiði frá einkaaðilum (32 klst)
- Hafa lokið grunnþjálfun í skyndihjálp (24 klst)
- Geta skíðað af öryggi í öllum snjóalögum í krefjandi aðstæðum
- Að lágmarki 3ja ára reynsla af fjallaskíðun frá mismunandi landshlutum og/eða löndum
- 40 fjallaskíðaferðir á eigin vegum*
- Þar af 6 í jöklalandslagi
- Þar af 10 á fjöll yfir 900 m
- Þar af 2 ferðir yfir vetrartímann (desember til enda febrúar)
- Þar af 2 lengri ferðir þar sem gist er í skála eða tjaldi
*Á eigin vegum er ekki undir leiðsögn annarra, sem fararstjóri í ferð eða með einhverskonar stuðningi annarra fagaðila.
Færnismat
Geta nemenda í helstu áhersluatriðum skv. námsskrá félagsins er metin á meðan á námskeiðinu stendur. Nemendur eru m.a. metnir í skíðafærni, leiðarvali, staðar – og veðurþekkingu, hópstjórn, áhættumati og áhættustýringu, mati á snjóflóðahættu, ýlaleit og björgun ásamt öðrum þáttum skíðaleiðsagnar. Uppbyggilegar og raunhæfar ábendingar eru gefnar af leiðbeinendum við enda hvers námskeiðs og eftir hvern dag sé þess þörf. Ætlast er til þess að nemendur getu með sannfærandi hætti sýnt fram á góða þekkingu við skipulagningu, framkvæmd ferða og lokið námskeiðinu með jákvæðri umsögn.
Réttindi
Grunnþjálfun veitir ekki réttindi til að starfa sem skíðaleiðsögumaður undir merkjum AIMG.
Janúar 2022