Félag Fjallaleiðsögumanna á Íslandi

Association of Icelandic Mountain Guides

Haustfundur

Kæru félagsmenn,

Haustfundur og jafnframt framhalds aðalfundur Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi verður haldinn á þriðjudaginn 16 september næstkomandi klukkan 20:00 í húsnæði Klifurhússins Ármúla 23.

Efni fundarins:

1) Kosning fundarstjóra og ritara
2) Kosning meðstjórnenda
3) Lagabreytingartillaga um varamenn í stjórn lögð fyrir fund
4) Kosning um lagabreytingartillögu
5) Kosning varamanna ef lagabreytingartillaga er samþykkt
6) Samantektir frá Tækni-, Inntöku og vefnefndum
7) Önnur mál og umræður

Tillaga að lagabreytingu fyrir varamenn í stjórn hefur verið send með tölvupósti á alla félagsmenn.

Vonumst til að sjá sem flesta,

Stjórn Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi.