Haustfundur AIMG 2017
Haustundur Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi verður haldinn þann 30. Október 2017 kl. 20. Fundurinn fer fram að Ármúla 23, Reykjavík í húsnæði Klifurhússins, efri hæð.
Fundurinn er Framhalds-Aðalfundur þar sem ekki tókst að kjósa í allar stöður í sumar.
Við vekjum sérstaklega athygli á því að kosið verður aftur til formanns. Einnig er staða eins varamanns laus. Við hvetjum áhugasama sem vilja starfa með okkur að senda línu á aimgguides@gmail.com.
Dagskrá Haustundar 2017:
1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um hvað var gert á árinu og stöðu félagsins.
3. Kosið um lagabreytingartillögur
4. Kjör formanns
5. Kjör eins varamanns í stjórn (búið að kjósa 2 af 3)
7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
8. Önnur mál
Lög félagsins um aðalfundi er að finna á vefsíðu félagins, aimg.is
Lagabreytingartillögur þurfa að berast 10 dögum fyrir aðalfund.
Atkvæðisbærir og kjörgengir eru þeir einir sem greitt hafa árgjald yfirstandandi starfsárs fyrir upphaf aðalfundar og hafa lokið öðru stigi eða hærra í einni eða fleiri greinum þjálfunarkerfis félagsins.
Vonumst til að sjá sem flesta,
Með kveðju,
Stjórn Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, AIMG.
Róbert Þór Haraldsson, fráfarandi formaður
Garðar Hrafn Sigurjónsson, varaformaður
Ástvaldur Helgi Gylfason, galdkeri
Elin Lóa Baldursdóttir, meðstjórnandi
Þorlákur Jón Ingólfsson, meðstjórnandi
Smári Stefánsson, varamaður