Svör stjórnmálaflokka við spurningum AIMG
Heil og sæl meðlimir AIMG Stjórnin ákvað að senda tölvupóst á alla stjórnmálaflokka sem eru í framboði til næstu kosninga. Við sögðum frá starfi AIMG og spurðum þau tveggja spurninga.
- Okkur langar til þess að heyra hver er ykkar afstaða og framtíðarsýn þegar kemur að ævintýraferðamennsku á jöklum landsins?
- Á að setja einhverjar kröfur á fyrirtæki og starfsfólk sem vinna við það að taka fólk upp á og inn í jökla landsins?
Eins og staðan er núna þá hafa aðeins tveir flokkar svarað og hér eru svörin þeirra (Á íslensku)
Hello all members of AIMG The board decided to send an email to all political parties running in the next elections. We told them about the work of AIMG and asked them two questions.
- We would like to hear what your position and vision is when it comes to adventure tourism on the country’s glaciers?
- Should there be any requirements placed on companies and personnel who work to take people up to and into the country’s glaciers?
As it stands now, three parties have responded and here are their answers (In Icelandic, feel free to google translate)
Sjálfstæðisflokkurinn
Sæl Helga María.
Bestu þakki fyrir samtalið og fyrir að vekja athygli okkar á þeim vexti sem orðið hefur í ævintýraferðamennsku og jöklaferðum undanfarin ár og koma á framfæri áhyggjum ykkar af öryggi ferðamanna sem fara í skipulagðar ferðir jöklaferðir.
Ég tek undir þau sjónarmið Félag fjallaleiðsögumanna að tryggja þurfi öryggi ferðafólks sem hingað koma á jöklum landsins við aðstæður sem eru flestum framandi og geta verið mjög varasamar.
Ég deili áhyggjum þínum sérstaklega eftir það hræðilega banaslys sem varð á Breiðamerkurjökli í sumar. Ég hef þó aðeins séð fréttir af því eins og aðrir en hef ekki séð niðurstöðu þeirra rannsóknar sem gerð var í kjölfarið. Það vakti þó undrun mína að heyra af því að ferðaþjónustufyrirtæki væru að taka þá áhættu og fara með ferðafólk í íshella yfir sumartímann. Ég hélt satt best að segja að slíkt væri ekki gert.
Ísland er ævintýraland og hingað kemur fólk í auknum mæli til að upplifa stórbrotna náttúru sem landið hefur uppá að bjóða. Það er mikilvægt að tryggja öryggi ferðafólks við varasamar aðstæður. Það er hægt að gera með því að vera undir handleiðslu kunnugra og fagfólks eins og á jöklum landsins. Ferðafólk sem kaupir þjónustu fyrirtækja sem fara með fólk á jökla verða að geta treyst því að unnið sé að fagmennsku og öryggi þeirra tryggt í hvívetna.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur til þessa haft skýra sýn í málflokknum. Mikilvægt er að auka gæði í atvinnugreininni til að tryggja jákvæða upplifun ferðamanna og til að auka samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar.
Til að ná utanum málið er mikilvægt að vinna að umbótum í samstarfi við Félag fjallaleiðsögumanna, Vatnajökulsþjóðgarð, ferðaþjónustuna og íbúum og hagaðilum í nærsamfélaginu.
Við viljum að efla fagmennsku í ferðaþjónustunni og skapa verðmætari störf í ferðaþjónustunni. Þjálfun í AIMG í jöklaleiðsögn eru alþjóðlega viðurkennd réttindi sem aðgengilegt er að sækja sér hér á landi ættu vera forsenda þess að fá að leiðsegja ferðafólki á jöklum. Slíkar kröfur ætti að setja á fyrirtæki sem selja ferðir á jökla.
Það er afar jákvætt að Íslenskir fjallaleiðsögumenn séu að sækjast eftir því að fá komast inn í Vakann. Slík vottun er til þess fallin að auka gæði atvinnugreininni.
Ég mun koma erindi ykkar áleiðis til okkar þingmanna sem gefst vonandi tækifæri til að vinna með málið eftir kosningar.
Með góðri kveðju,
Birna Bragadóttir.
Viðreisn
Okkur langar til þess að heyra hver er ykkar afstaða og framtíðarsýn þegar kemur að ævintýraferðamennsku á jöklum landsins?
Það er æskilegt að sem flestir geti notið náttúru Íslands með sjálfbærum og öruggum hætti. Sumar slóðir og ferðir um þær eru eðli máls samkvæmt hættulegri en aðrar. Þar þarf umfram allt að gæta að öryggi ferðamanna sem leggja traust sitt á að fyrirtæki og starfsmenn þeirra leggi fólk ekki í hættu og sé fært um að takast á við erfiðar aðstæður. Jafnframt verður að gæta þess að raska ekki náttúru landsins.
Á að setja einhverjar kröfur á fyrirtæki og starfsfólk sem vinna við það að taka fólk upp á og inn undir jökla landsins?
Að mati Viðreisnar er sjálfsagt og eðlilegt að gera sérstakar kröfur til fyrirtækja og starfsfólks þeirra sem selja ferðir um svæði sem teljast sérlega hættuleg. Kröfur eiga að lúta að öryggismálum og faglegri getu til þess að takast á við erfiðar aðstæður.
Kærar kveðjur,
VIÐREISN
VG
Okkur langar til þess að heyra hver er ykkar afstaða og framtíðarsýn þegar kemur að ævintýraferðamennsku á jöklum landsins?
Eins og fram kemur í stefnu VG um ferðamál þá á ferðaþjónusta á Íslandi, þ.m.t. ævintýraferðamennska á jöklum landsins, að okkar mati að vera sjálfbær, ábyrg og samfélagslega jákvæð, grundvallast á virðingu fyrir náttúru, menningu og samfélögum landsins og stuðla að verndun auðlinda og líffræðilegrar fjölbreytni. Tryggja skal að ferðaþjónustan stuðli að jákvæðum samfélagslegum áhrifum og sé rekin með hliðsjón af þolmörkum náttúrunnar. Þá viljum við jafnframt að áhersla verði lögð á gæði umfram magn, eflingu menntunar og nýsköpunar og að góðir starfshættir séu viðhafðir innan greinarinnar. Við í VG viljum að Ísland verði fyrirmynd á heimsvísu fyrir sjálfbæra og ábyrga ferðaþjónustu.
Á að setja einhverjar kröfur á fyrirtæki og starfsfólk sem vinna við það að taka fólk upp á og inn í jökla landsins?
Við í VG höfum ekki sérstaklega rætt eða ályktað um kröfur á fyrirtæki og starfsfólk sem vinnur á jöklunum. Við viljum styðja við ábyrga ferðaþjónustu þar sem aðgengi að svæðum er stjórnað og teljum að ferðaþjónusta á friðlýstum svæðum og í þjóðgörðum eigi að vera strangari takmörkunum háð. Við teljum nauðsynlegt að innleiða takmarkanir á fjölda gesta á viðkvæmum svæðum og vinsælum áfangastöðum sem byggir á þolmarkagreiningu þar sem áhersla er lögð á virðingu gesta fyrir áfangastöðum, verndun menningarminja, landslagsheilda, vistkerfa og lífbreytileika. Þar sem ekki hefur farið fram þolmarkagreining skal náttúran njóta vafans. Jöklarnir eru allir þjóðlendur og því í sameiginlegri eigu okkar allra. Við í VG viljum tryggja að almannaréttur verði ekki fénýttur í tekjumyndandi starfsemi ferðaþjónustu og að sett verði skýr lög um stýringu ferðaþjónustu á grundvelli almannaréttar. Eðlilegt er að ferðaþjónustuaðilar sem skipuleggja ferðir á landi annarra þurfi að leggja af mörkum til verndar náttúru og uppbyggingar innviða.
Við viljum jafnframt að ferðamennska á Íslandi byggi á gæðum frekar en magni og að hún sé sjálfbær. Við fjöllum þó sérstaklega um menntun og góðar starfsvenjur í ferðaþjónustu í okkar stefnu og teljum að efla þurfi nám við námsbrautir á öllum menntastigum sem varða ferðaþjónustugreinar og fjölga fagmenntuðu fólki í leiðsögn svo unnt sé að auka gæði ferðaþjónustunnar. Við viljum leggja höfuðáherslu á menntun, símenntun og þjálfun ferðaþjónustuaðila. Það á við í allri ferðaþjónustu, þ.m.t. meðal þeirra sem vinna á jöklunum.
Bkv. Hreindís