Fréttabréf Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi – AIMG Febrúar 2014
Námskeið og hæfnismöt á vegum félagsins
Eftirtalin námskeið og hæfnismat verða haldin á komandi mánuðum. Tækninefnd félagsins heldur utan um þjálfunarmál og áhugasamir setji sig í samband við nefndina. Félagsmenn eru beðnir um að láta skilaboð ganga til áhugasamra utan félagsins að grunn-námskeið séu að hefjast og við munum auglýsa námskeiðin á næstu vikum.
Jöklaleiðsögn 2 hæfnismat 24 – 27 apríl 2014
Jöklaleiðsögn 1 námskeið 22 – 25 maí 2014
Fjallaleiðsögn 1 námskeið 5 – 9 júní 2014
Upplýsingar gefur taekninefnd.aimg@gmail.com
Heimasíða félagsins
AIMG.is er komin í loftið. Stjórn vill þakka Guðmundi Sveinbirni Ingimarssyni og Atla Pálssyni fyrir þeirra vinnu við síðuna. Síðan verður einföld í sniðum til að byrja með en þar er að finna allar helstu upplýsingar um félagið og ensk þýðing er á leiðinni.
Félagsgjöld
Stjórn vill minna félagsmenn á að greiða félagsgjöldin. Athygli er vakin á því að greiðsluseðlar eru í heimabönkum félagsmanna undir valgreiðslum.
Aðalfundur
Ákveðið hefur verið að halda aðalfund félagsins í apríl næst komandi. Dagsetning verður send út í mars.
Fréttir af erlendum samskiptum félagsins
Stjórn félagsins hafði samband við forseta IFMGA og óskaði eftir aðstoð og samstarfi við uppbyggingu þjálfunarkerfis félagsins. Langtíma markmið félagsins er að koma á samstarfi við erlend samtök þar sem félagar AIMG geti sótt sér frekari þjálfun umfram það sem við höfum að bjóða, án þess að þurfa að byrja frá grunni erlendis.
Á ráðstefnu IFMGA í Perú fyrir áramót var mál íslands tekið fyrir og ályktaði að eðilegast væri að Ísland hefði samband við Svíþjóð eða Noreg og þeir beðnir um að taka okkur vel. Stjórn mun halda áfram að vinna í málinu og sjá hvort vilji sé hjá Svíþjóð og Noregi til að vinna með félaginu að frekari uppbyggingu.
Kveðja,
Stjórn AIMG.