Minnum á aðalfundinn á morgun, 27 Júní 2017 kl. 19:30
Aðalfundur Félags Fjallaleiðsögumanna á Íslandi verður haldinn þriðjudaginn 27. júní n.k. kl. 19:30. Fundurinn fer fram að Ármúla 23, Reykjavík (í húsnæði Klifurhússins, efri hæð).
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, lagabreytingar og svo kosning til stjórnar og formanns. Ef þú hefur áhuga á að starfa með okkur, sendu okkur þá línu.
Undir liðnum “önnur mál” verður svo rætt um þjálfunarkerfi félagsins, námskeið sem haldin voru í ár, hugmyndir að stofnun nýrra nefnda og staða félagsins rædd svo eitthvað sé nefnt.
Það verður boðið uppá léttar veitingar og góðar umræður, við vonumst til að sjá sem flesta.
Við viljum minna félagsmenn á að borga aðildargjaldið (greiðsluseðill er í einkabankanum ykkar, ef ekki hafið þá endilega samband við okkur). Þeir sem ekki borga eru ekki í félaginu.
Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um hvað var gert á árinu og stöðu félagsins.
3. Kosið um lagabreytingartillögur
5. Kjör formanns og meðstjórnenda.
6. Kjör uppstillingarnefndar.
7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
8. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
9. Önnur mál.
Með kveðju,
Stjórn Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, AIMG.