Skíðaleiðsögn 1
Ski 1
Grunnþjálfun í Skíðaleiðsögn
Yfirlit
Grunnþjálfun í skíðaleiðsögn tekur sex daga og fer fram í fjölbreyttu fjallalandslagi.
Markmið námskeiðs er að gera einstakling færan um að stýra hóp á skíðum upp og niður í
klassísku fjallaskíðalandslagi. Geta skipulagt ferðir m.t.t. stærð og getu hóps sem og auka færni í
rötun í krefjandi aðstæðum. Áhersla er lögð á áhættumat og áhættustýringu og hvernig er hægt
að nýta sér landslag til þess að ferðast örugglega í fjalllendi á skíðum.
Forkröfur
- Hafa lokið Jökla 1 með jákvæðri umsögn
- Hafa lokið skíðafærnismati með jákvæðri umsögn
- Hafa lokið mati í félagabjörgun úr snjóflóði með jákvæðri umsögn
- Hafa lokið grunnþjálfun í snjóflóðum hjá Björgunarskólanum, CAA eða sambærilegu
námskeiði frá einkaaðilum (32 klst) - Hafa lokið grunnþjálfun í skyndihjálp (24 klst)
- Geta skíðað af öryggi í öllum snjóalögum í krefjandi aðstæðum
- Að lágmarki 3ja ára reynsla af fjallaskíðun frá mismunandi landshlutum og/eða löndum
- 40 fjallaskíðaferðir á eigin vegum
- Þar af 6 í jöklalandslagi
- Þar af 10 á fjöll yfir 900m
- Þar af 2 ferðir yfir vetrartímann (desember til enda febrúar)
- Þar af 2 lengri ferðir þar sem gist er í skála eða tjaldi
Færnismat
Geta nemenda í helstu áhersluatriðum skv. námsskrá félagsins er metin á meðan námskeiðinu
stendur. Nemendur eru m.a. metnir í skíðafærni, leiðarvali, staðar- og veðurþekkingu, hópstjórn,
áhættumati og áhættustýringu, mati á snjóflóðahættu, ýlaleit og björgun ásamt öðrum þáttum
skíðaleiðsagnar.
Uppbyggilegar og raunhæfar ábendingar eru gefnar af leiðbeinendum við enda hvers námskeiðs
og eftir hvern dag sé þess þörf. Ætlast til þess að nemendur geti með sannfærandi hætti sýnt
fram á góða þekkingu við skipulagningu, framkvæmd ferða og lokið námskeiðinu með jákvæðri
umsögn.
Réttindi
Grunnþjálfunin veitir ekki réttindi til að starfa sem skíðaleiðsögumaður undir merkjum AIMG.
Desember 2023
Ski Guide Training
Description
Basic training in ski guidance takes six days and takes place in a varied mountain landscape .
The aim of the course is to enable an individual to lead a group of skis up and down in a classic
mountain skiing landscape. Be able to plan trips according to the size and ability of the group as
well as increase skills in orienteering in demanding situations. Emphasis is placed on risk
assessment and risk management and how landscapes can be used to travel safely in the
mountains on skis.
Prerequisites
- Have completed Jökla 1 with a positive review
- Have completed ski skill screening with positive review
- Have completed avalanche companion rescue with positive review
- Have completed basic avalanche training at the Rescue School, CAA or a similar course
from a private party (32 hours) - Have completed basic first aid training (24 hours)
- Can ski safely in all snow layers in demanding conditions
- At least 3 years of experience in mountain skiing from different parts of the country and /
or countries - 40 mountain skiing trips on your own*
- Of which 6 in glacial landscape
- Of which 10 on mountains over 900m
- Of which 2 trips during the winter (December to the end of February)
- Including 2 longer trips where you stay in a cabin or tent on your own, not under
the guidance of others, as a tour guide or with some kind of support from other
professionals.
Evaluation
Students’ ability is assessed during the course and according to the association curriculum.
Students are assessed on skiing skills, route selection, location and weather knowledge, group
management, risk assessment and risk management, avalanche risk assessment, ice search and
rescue, as well as other
aspects of ski guidance. Constructive and practical suggestions are given by instructors at the
end of each course and after each day if needed. Students are expected to be able to
convincingly demonstrate good knowledge in planning, conducting trips and concluding the
course with a positive review.
Scope of Practice
Ski Guide Training is a basic training course and does not entitle the court participant to work
as a certified ski guide under the AIMG logo.
December 2023