Félag Fjallaleiðsögumanna á Íslandi

Association of Icelandic Mountain Guides

Þjálfun í samstarfi við ÍFLM

Félagið ákvað á síðasta aðalfundi að leita frekara samstarfs við fyrirtæki sem bjóða uppá þjálfun sem samræmist þjálfunarkerfi félagsins og við stefnum á að auka framboðið enn frekar á komandi vetril.

Eftirtalin námskeið og próf eru í boði á næstu vikum í samstarfi við ÍFLM. Þessi próf veita starfsréttindi skv. leiðbeinandi reglum frá Ferðamálastofu og íslensku leiðbeinendurnir eru allir vottaðir af félaginu nema Jökla 3 sem er kennt af IFMGA leiðsögumanni frá Nýja Sjálandi. Námskeiðin fara öll fram í Skaftafelli.

Fjalla 1 er fullbókað sem stendur en ef nógu margir sýna áhuga þá verður bætt við leiðbeinanda og 6 sæti bætast við. Við biðjumst velvirðingar á þessum skamma fyrirvara en vonum að einhverjir geti nýtt sér þetta tækifæri, þá sérstaklega Jökla 3 sem er einungis í boði á 2ja ára fresti. Verðum á prófunum er haldið í lágmarki og boðið er uppá að taka námskeiðin án matar, gistingar og flutningskostnaðar fyrir þá sem vilja sjá um það sjálfir.

Áhugasamir hafi samband beint við Elsu Gunnarsdóttur: elsa hjá mountainguides.is

11-14. júní / Jökla III / Level 2
3,5 dagar, 2 leiðbeinendur á 6 nemendur. Kennarar Gary & Ívar.
Verð 215.000  án transfer, mat og gistingu. 250.000 með transfer, mat og gistingu.

15-18. júní  Jökla III / Level 2
3,5 dagar, 2 leiðbeinendur á 6 nemendur. Kennarar Gary & Ívar.
Verð 215.000  án transfer, mat og gistingu. 250.000 með transfer, mat og gistingu.

23-26. júní  Jökla II / Level 1
3,5 dagar, 2 leiðbeinendur á 6 nemendur. Kennarar Jón Gauti & Björgvin.
Verð 125.000  án transfer, mat og gistingu. 160.000 með transfer, mat og gistingu.

6-10. júní   Fjalla I / Hnjúkur 2
5 dagar, 1 leiðbeinandi á 6 nemendur. Kennari Ívar.
Verð 100.000  án transfer, mat og gistingu. 150.000 með transfer, mat og gistingu.